21. febrúar 2005

Eitthvað að bardúsa

Ég er búin að vera að leika mér í Photo story forritinu, alveg rosalega gaman. Bjó til ferðasögu með myndunum sem elstu börnin í Kópahvoli tóku. Gaman þegar myndirnar fljóta svona hjá á skjánum. Ég er einnig byrjuð að læra á Flash, vonandi á ég fyrir reikningnum um næstu mánaðarmót. Er ekki annars komið eitthvað þak á niðurhalið, kannski sleppur þetta. Veit kannski einhver um góðar leiðbeiningar á netinu á íslensku?
Í kvöld er ég að fara á íbúafund/hverfisfund hér í mínum bæ. Það á víst að fara að breyta skipulagi þannig að í staðinn fyrir fallegan trjálund komi bílaumboð og bensínstöð. Það er eins og það megi aldrei láta græn svæði í friði, allt verður að víkja fyrir "fjandans" bílnum. Spaugstofan er drjúg við að benda á ýmislegt sem betur má fara hér í Kópavogi, s.b. sl. laugardag. Það er að verða til flokkur brandara, Kópavogsbrandarar. "Það er dýrt að búa í Kópavogi!" (borið fram dimmraddað) .
Það var umfjöllun í þættinum Í brennidepli í gærkvöld um geymslu á stafrænum myndum. Þar sögðu sérfræðingar að líklega myndu myndir nútímans ekki verða til í framtíðinni. Tæknin og búnaður til þess að geyma myndirnar hafa þar áhrif. Gömlu myndirnar sem geymdar eru á glerplötum munu líklega lifa stafrænu myndirnar af. Það var ekki fjallað um myndir sem fólk er að setja inn á veraldarvefinn, verða myndirnar þar til eilífðarnóns? Maður á auðvitað að vera duglegri að varðveita það sem er í tölvunni, en þá er það ekki nóg það þarf að vera stöðugt að uppfæra í takt við tækninýjungarnar. Ég á alveg fullt af diskettum sem eru einskinsnýtar í dag, lokaritgerðin mín úr sérkennslufræðunum er á einum þeirra. Floppydrif er á undanhaldi, ég var bara svo gamaldags að ég lét flytja drifið yfir í nýju tölvuna, en sennilega verður það ekki gert næst þegar uppfæra þarf. Skrítið þegar maður er orðinn "gamaldags" ekki nema ári síðar. Hér einu sinni var maður gamaldag ef maður hélt í eitthvað sem var "inn" fyrir áratug eða svo.

2 ummæli:

Margret sagði...

HÆ HÆ Fjóla

er á námskeiðinu margmiðlun hjá Torfa og við erum í flash á því námskeiði.
Þar er síða sem þú gætir kíkt á
www.this.is/flash
kveðja
Margét

fjola sagði...

Komdu sæl Halla Steinunn.
Já við þurfum svokallað upplýst samþyggi sem allir foreldrar undirrita þegar barnið byrjar í leikskólanum. Við höfum þá vinnureglu í leikskólum Kópavogs að skrifa ekki nafn einstaka barns á heimasíðurnar.
Kveðja,
Fjóla