31. mars 2005

Skil til Sólveigar

Nú er ég búin að gera það sem ég átti að gera varðandi Sólveigar þátt, eða það ætla ég að vona. Gleymdi engu sem fram kemur á vefleiðangirnum hennar. Ég er síðustu daga búin að vera að sveiflast þetta á milli tölvunnar og fermingarundirbúningsins. Nú verður námið sett á bið fram yfir helgi. Það gengur annars allt eins og það átti að gera. Kjötið komið í maríneringu og búið að versla allt sem til þarf. Nú fer að verða tími til þess að sækja láns húsgögn og dekka borð.
Ég skráði mig á málþing sem verður á morgun e.h. Fljótandi skil milli skólastiga. Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá á skráningarlistanum að langflestir þátttakendur eru starfandi innan leikskólans. Það er eins og grunnskólakennurum finnist málefnið ekki koma sér við. Hvernig eiga þessi skil að vera fljótandi án þátttöku annars aðilans.

1 ummæli:

Obba sagði...

Innilegar hamingjuóskir með fermingarbarnið. Vona að dagurinn hafi verið yndislegur hjá fjölskyldunni.
Kv. Obba