12. maí 2015

Stafræn borgaravitund

Áhugaverður fyrirlestur hjá henni Sólveigu Jakobsdóttur. Ég held að okkur veitti ekki af að fá svona fyrirlestur reglulega, það er svo auðvelt að gleyma sér í hinu starfræna umhverfi. Hver á? og Hver má?
Vinnu minnar vegna hef ég undanfarið mikið verið að spá í siðferði kennara og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum, velti því fyrir mér hvort við þurfum aðrar siðareglur fyrir hið stafræna umhverfi.. Það er með ólíkindum hvað fólk lætur frá sér fara og þeir sem fyrir verða eru algjörlega máttlausir gagnvart því.
Það er eiginlega ekki hægt að tala um stafræna borgaravitund öðruvísi en að ræða um siðferði um leið.

Á vefnámskeiðinu var vísað í áhugaverðan vef í Alberta fylki í USA. Greinilegt að þar á bæ eru skólayfirvöld komin mun lengra en við í að nálgast kennsluhætti 21. aldarinnar. Hvet alla til þess að skoða vefinn. Þar á bæ hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeinandi reglur. Digital Citizenship Policy Development Guide

Engin ummæli: